Sagan

Hraðlestin hóf göngu sína á Hverfisgötu sem eins konar Take-Away útgáfa af Austur-Indíafjelaginu. Hraðlestin hefur verið rekin á sömu kennitölu og af sama fólki frá stofnun, árið 2003.

Hráefnin okkar

Hraðlestin leggur höfuðáherslu á gæði hráefna. Öll krydd eru sérinnflutt frá Indlandi og blönduð af indverskum matreiðslumeisturum Hraðlestarinnar á staðnum. Þar að auki notar Hraðlestin aðeins ferskar, íslenskar kjöt- og mjólkurvörur. Aðeins þannig er hægt að tryggja þau gæði sem Hraðlestin hefur verið þekkt fyrir í hartnær tvo áratugi.

Matreiðslumeistarar Hraðlestarinnar

Madaiah, Lakshman, Biju & Prakash

SKS-Skólinn

SKS-skólinn í Coorg á Suður-Indlandi var stofnaður árið 2002 að frumkvæði fjölskyldu stofnenda Hraðlestarinnar.

Vörur

Finna má vörur Hraðlestarinnar í verslunum Krónunnar, Melabúðinni og á völdum N1-stöðvum.