Biju George
Biju George er fæddur og uppalinn í hlýrri hafgolu á strandlengju Kerala, sunnanverðu Indlandi. Fylkið er oft kallað Kryddgarður Indlands og er svæðið þekkt fyrir helstu kryddakra og mörg fremstu veitingahús Indlands. Frá unga aldri lærði Biju kúnstina að blanda kryddum eftir ævafornum hefðum Ayurveda, þar sem bragð og heilsa eru höfð að leiðarljósi.
Frá 2013 hefur Biju nýtt þessa kunnáttu í eldhúsi Hraðlestarinnar og skapað fjölmarga rétti sem gestir Hraðlestarinnar þekkja og elska. Þar að auki sér Biju um að kryddblöndur Hraðlestarinnar séu ávallt ferskar, bragðmiklar og í fullkomnu jafnvægi.
- UPPÁHALDS RÉTTUR:
- Madras