Marinering: Setjið Mango Chutney í blandara og gerið að mauki, blandið síðan út í hreina jógúrt eftir smekk. Leggið fisk/kjöt/grænmeti í marineringuna og leyfið að liggja í að minnsta kosti tvær klukkustundir. Eldið á pönnu, í ofni eða á grilli.

Einnig hægt að bæta smá vatni út í maukið og pensla fisk/kjöt/grænmeti. Setjið á grill til þess að fá gljáa.

Einfaldur sósuréttur: Pönnusteikið hvítlauk, lauk, krydd, salt og pipar upp úr olíu. Bætið Mango Chutney og rjóma út í og síðar fisk/kjöt/grænmeti.

Einfaldur ofnréttur: Setjið vænan skammt af Mango Chutney á hvítmygluost og bakið í ofni. Mjög gott að bæta við allskyns hnetum, s.s. furu-, val- eða pekanhnetur.

Dýfa: Bætið út í grískt jógúrt/sýrðan rjóma eftir smekk fyrir dýfu eða út í mæjónes með samlokum.

Gott sem meðlæti með hvers kyns mat.